Lífið

Kærastinn í myndbandinu

Jennifer Lopez er greinilega ástfangin af kærastanum Casper Smart.
Jennifer Lopez er greinilega ástfangin af kærastanum Casper Smart. nordicphotos/getty
Tónlistarkonan Jennifer Lopez er ófeimin við að flagga nýja kærastanum, dansaranum unga Casper Smart, en hann leikur lykilhlutverk í nýju myndbandi Lopez við lagið Love is Blind. Parið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aldursmunarins en Lopez er 18 árum eldri en Smart.

Lopez tók saman við dansarann eftir skilnaðinn við Marc Anthony í fyrra en Smart er meðal annars ber að ofan með bundið fyrir augun í myndbandinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lopez lætur maka sinn leika í tónlistarmyndbandi. Fyrir tíu árum lék þáverandi kærasti hennar, Ben Affleck, í myndbandinu við lagið Jenny from the Block.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.