Við eigum brekku eftir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. apríl 2012 06:00 Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: „Við eigum brekku eftir." Vegna þeirrar slæmu stöðu sem íslenskri þjóð var komið í eftir algert hrun bólu- og froðuhagkerfis, urðum við að klífa saman afar bratta brekku sem mörgum þótti nánast ókleif. Okkur tókst það afrek og eigum nú aðeins síðasta spölinn eftir til að ná alla leið. Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins. Aðhaldsaðgerðir og skattkerfisbreytingar reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Þær breytingar eru nú að mestu yfirstaðnar og í áætlunum til næstu ára er ekki gert ráð fyrir almennum skattahækkunum. Þess í stað er gert ráð fyrir nokkuð hóflegum niðurskurði næstu tvö árin. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur dugi fyrir gjöldum á árinu 2013 og að ríkissjóður skili afgangi árið 2014. Það eru hagsmunir okkar allra að halda þessari áætlun. Í stjórnmálaumræðu koma reglulega fram tillögur um mikla útgjaldaaukningu eða tillögur um skattalækkanir og þar með tekjulækkun ríkissjóðs. Fæstar þessara tillagna eru studdar mótvægisaðgerðum til að forða ríkissjóði frá skuldasöfnun, því sá hluti er ekki til skyndivinsælda fallinn. Sagan sýnir okkur að fjöldi slíkra hugmynda vex mjög þegar nær dregur kosningum og nær hámarki á kosningavetri. Þá skiptir máli að halda aga og staðfastri stefnu. Ég mun ekki falla í þá freistni að láta skammtímahagsmuni ráða við samningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013, heldur vinna af festu að þeim langtímamarkmiðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sett. Við höfum þurft að reka ríkissjóð á lánum frá hruni og því fylgir gríðarlega mikill kostnaður. Í ár greiðum við Íslendingar um 77 milljarða króna í vexti. Áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum er því nauðsynlegt því vaxtagjöldin eru mjög íþyngjandi og enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum en það hefur að undanförnu verið í sögulegu lágmarki. Það er forgangsverkefni að gera ríkissjóð færan um að hefja niðurgreiðslu skulda sem fyrst. Það er mikilvægt fyrir velferðina í landinu þannig að vaxtagreiðslum megi breyta í velferðaruppbyggingu þegar fram líða stundir en er einnig mikilvægt fyrir stöðu sjálfstæðrar þjóðar. Lán frá nágrannalöndum og alþjóðlegum stofnunum voru okkur nauðsynleg til að komast upp úr kreppunni en niðurgreiðsla þeirra lána sem fyrst styrkir stöðu okkar og trú annarra þjóða á að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og þoli utanaðkomandi áföll. Lækkun skuldahlutfallsins næstu árin færir okkur að því markmiði að skuldir hins opinbera verði ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. Ef sveitarfélögin fylgja svipaðri aðhaldsstefnu gæti Ísland nálgast hratt hin Norðurlöndin hvað heildarskuldir hins opinbera varðar. Það er félagsskapur sem við viljum vera í. Stöðvun skuldasöfnunar ríkissjóðs er hagsmunamál atvinnulífsins ekki síður en alls almennings. Ríkið hefur verið í samkeppni við atvinnulífið um fjármögnun. Hagstæðara væri að fjármagnið leitaði til atvinnulífsins frekar en til ríkissjóðs eftir ávöxtun. Uppbygging fjölbreytts atvinnulífs er lykillinn að efnahagslegu öryggi. Áhersla er í ríkari mæli á fjölbreytta framleiðslu og þjónustu enda auka margbreyttari stoðir atvinnulífsins öryggi okkar og gera samfélagið aðlaðandi og eftirsóknarvert. Ríkisfjármál hafa margar hliðar og þær eru ekki eingöngu tölulegar. Í stjórnartíð okkar jafnaðarmanna hafa grunnstefin verið réttlæti og jöfnuður. Þess vegna hefur skattkerfinu verið breytt á þann veg að þeir sem hafa meira á milli handanna greiði hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir tekjulægri og forgangsröðunin í óhjákvæmilegum niðurskurði verið að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Hugsjónir um réttlæti og jöfnuð er sá kraftur sem drífur okkur áfram við það verk að koma ríkisfjármálum upp úr öldudalnum og hefja niðurgreiðslu neyðarlána sem fyrst. Þannig sýnum við best að Íslendingar séu traustsins verðir, samfélagið ráði við hugsanleg áföll og að hér sé öruggt og eftirsóknarvert að fjárfesta í fjölbreyttu atvinnulífi. Í kjölfarið skapast traustur grundvöllur fyrir gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: „Við eigum brekku eftir." Vegna þeirrar slæmu stöðu sem íslenskri þjóð var komið í eftir algert hrun bólu- og froðuhagkerfis, urðum við að klífa saman afar bratta brekku sem mörgum þótti nánast ókleif. Okkur tókst það afrek og eigum nú aðeins síðasta spölinn eftir til að ná alla leið. Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins. Aðhaldsaðgerðir og skattkerfisbreytingar reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Þær breytingar eru nú að mestu yfirstaðnar og í áætlunum til næstu ára er ekki gert ráð fyrir almennum skattahækkunum. Þess í stað er gert ráð fyrir nokkuð hóflegum niðurskurði næstu tvö árin. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur dugi fyrir gjöldum á árinu 2013 og að ríkissjóður skili afgangi árið 2014. Það eru hagsmunir okkar allra að halda þessari áætlun. Í stjórnmálaumræðu koma reglulega fram tillögur um mikla útgjaldaaukningu eða tillögur um skattalækkanir og þar með tekjulækkun ríkissjóðs. Fæstar þessara tillagna eru studdar mótvægisaðgerðum til að forða ríkissjóði frá skuldasöfnun, því sá hluti er ekki til skyndivinsælda fallinn. Sagan sýnir okkur að fjöldi slíkra hugmynda vex mjög þegar nær dregur kosningum og nær hámarki á kosningavetri. Þá skiptir máli að halda aga og staðfastri stefnu. Ég mun ekki falla í þá freistni að láta skammtímahagsmuni ráða við samningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013, heldur vinna af festu að þeim langtímamarkmiðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sett. Við höfum þurft að reka ríkissjóð á lánum frá hruni og því fylgir gríðarlega mikill kostnaður. Í ár greiðum við Íslendingar um 77 milljarða króna í vexti. Áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum er því nauðsynlegt því vaxtagjöldin eru mjög íþyngjandi og enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum en það hefur að undanförnu verið í sögulegu lágmarki. Það er forgangsverkefni að gera ríkissjóð færan um að hefja niðurgreiðslu skulda sem fyrst. Það er mikilvægt fyrir velferðina í landinu þannig að vaxtagreiðslum megi breyta í velferðaruppbyggingu þegar fram líða stundir en er einnig mikilvægt fyrir stöðu sjálfstæðrar þjóðar. Lán frá nágrannalöndum og alþjóðlegum stofnunum voru okkur nauðsynleg til að komast upp úr kreppunni en niðurgreiðsla þeirra lána sem fyrst styrkir stöðu okkar og trú annarra þjóða á að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og þoli utanaðkomandi áföll. Lækkun skuldahlutfallsins næstu árin færir okkur að því markmiði að skuldir hins opinbera verði ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. Ef sveitarfélögin fylgja svipaðri aðhaldsstefnu gæti Ísland nálgast hratt hin Norðurlöndin hvað heildarskuldir hins opinbera varðar. Það er félagsskapur sem við viljum vera í. Stöðvun skuldasöfnunar ríkissjóðs er hagsmunamál atvinnulífsins ekki síður en alls almennings. Ríkið hefur verið í samkeppni við atvinnulífið um fjármögnun. Hagstæðara væri að fjármagnið leitaði til atvinnulífsins frekar en til ríkissjóðs eftir ávöxtun. Uppbygging fjölbreytts atvinnulífs er lykillinn að efnahagslegu öryggi. Áhersla er í ríkari mæli á fjölbreytta framleiðslu og þjónustu enda auka margbreyttari stoðir atvinnulífsins öryggi okkar og gera samfélagið aðlaðandi og eftirsóknarvert. Ríkisfjármál hafa margar hliðar og þær eru ekki eingöngu tölulegar. Í stjórnartíð okkar jafnaðarmanna hafa grunnstefin verið réttlæti og jöfnuður. Þess vegna hefur skattkerfinu verið breytt á þann veg að þeir sem hafa meira á milli handanna greiði hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir tekjulægri og forgangsröðunin í óhjákvæmilegum niðurskurði verið að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Hugsjónir um réttlæti og jöfnuð er sá kraftur sem drífur okkur áfram við það verk að koma ríkisfjármálum upp úr öldudalnum og hefja niðurgreiðslu neyðarlána sem fyrst. Þannig sýnum við best að Íslendingar séu traustsins verðir, samfélagið ráði við hugsanleg áföll og að hér sé öruggt og eftirsóknarvert að fjárfesta í fjölbreyttu atvinnulífi. Í kjölfarið skapast traustur grundvöllur fyrir gott samfélag fyrir alla.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun