Nota neftóbak í vör: Æ fleiri drengir með illa farið tannhold 10. apríl 2012 11:30 Uggandi yfir slæmri þróun Stefán Hallur Jónsson, varaformaður Tannlæknafélags Íslands, segist reglulega sjá slæm tilvik þar sem slímhúð hefur þykknað og tannhold rýrnað hjá ungum mönnum sem nota munntóbak.Fréttablaðið/Daníel l„Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. ÁTVR seldi í fyrra 30 tonn af nef- og munntóbaki, fyrir jafnvirði um 600 milljóna króna. Það er þrefalt meira en árið 2002 og rúmlega tvöfalt meira en 2006. Undir áhyggjur Gunnlaugs tekur Stefán Hallur Jónsson, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að of margir notendur munntóbaks telji fullvíst að það sé ekki krabbameinsvaldandi. „Aðalmálið er að við vitum ekki hvað á eftir að gerast í framtíðinni. Það er aldrei hægt að mæla með notkun munntóbaks, þó að enn hafi ekki verið sannað að notkun þess sé krabbameinsvaldandi. Þetta er áhætta sem menn taka og hún er ekki þess virði. Krabbamein eru illviðráðanleg og munnkrabbamein geta valdið slæmum andlitslýtum.“ Stefán Hallur segist í auknum mæli sjá illa farið tannhold hjá unglingsdrengjum upp í karlmenn á fimmtugsaldri. Fáar konur hafi hann hins vegar séð með einkenni um munntóbaksnotkun. Þær fáu sem hann hitti hafi nær alltaf dvalið í Svíþjóð og komið sér upp vananum þar. Stefán segist reglulega fá til sín sjúklinga með illa farið tannhold af völdum munntóbaks. „Ég sé slæm tilvik að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þetta lýsir sér með þykknun á slímhúð undir vör, einmitt þar sem munntóbakið er geymt. Slímhúðin verður litlaus, næstum gráleit og svolítið hrukkótt. Yfirleitt fylgir þessu að tannholdið fer upp með tönnunum og í einstaka tilvikum eyðist tannholdið af rótunum. Þegar þetta gerist tapa tennurnarbeinstuðningnum, sem getur valdið ótímabæru tapi á tönnum. Í verstu tilvikunum sem ég hef séð hefur tannholdið hopað eins og um einn sentimetra og beinið þar undir hefur eyðst. Þegar rótaryfirborðið er bert er rótin mun viðkvæmari fyrir skemmdum, sem erfitt er að laga.“ holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
l„Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. ÁTVR seldi í fyrra 30 tonn af nef- og munntóbaki, fyrir jafnvirði um 600 milljóna króna. Það er þrefalt meira en árið 2002 og rúmlega tvöfalt meira en 2006. Undir áhyggjur Gunnlaugs tekur Stefán Hallur Jónsson, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að of margir notendur munntóbaks telji fullvíst að það sé ekki krabbameinsvaldandi. „Aðalmálið er að við vitum ekki hvað á eftir að gerast í framtíðinni. Það er aldrei hægt að mæla með notkun munntóbaks, þó að enn hafi ekki verið sannað að notkun þess sé krabbameinsvaldandi. Þetta er áhætta sem menn taka og hún er ekki þess virði. Krabbamein eru illviðráðanleg og munnkrabbamein geta valdið slæmum andlitslýtum.“ Stefán Hallur segist í auknum mæli sjá illa farið tannhold hjá unglingsdrengjum upp í karlmenn á fimmtugsaldri. Fáar konur hafi hann hins vegar séð með einkenni um munntóbaksnotkun. Þær fáu sem hann hitti hafi nær alltaf dvalið í Svíþjóð og komið sér upp vananum þar. Stefán segist reglulega fá til sín sjúklinga með illa farið tannhold af völdum munntóbaks. „Ég sé slæm tilvik að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þetta lýsir sér með þykknun á slímhúð undir vör, einmitt þar sem munntóbakið er geymt. Slímhúðin verður litlaus, næstum gráleit og svolítið hrukkótt. Yfirleitt fylgir þessu að tannholdið fer upp með tönnunum og í einstaka tilvikum eyðist tannholdið af rótunum. Þegar þetta gerist tapa tennurnarbeinstuðningnum, sem getur valdið ótímabæru tapi á tönnum. Í verstu tilvikunum sem ég hef séð hefur tannholdið hopað eins og um einn sentimetra og beinið þar undir hefur eyðst. Þegar rótaryfirborðið er bert er rótin mun viðkvæmari fyrir skemmdum, sem erfitt er að laga.“ holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira