Lífið

Vilhjálmur og Katrín í vax

Vaxmyndastytturnar af þeim Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu hertogaynju af Cambrigde þykja ansi líkar fyrirmyndunum.
Vaxmyndastytturnar af þeim Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu hertogaynju af Cambrigde þykja ansi líkar fyrirmyndunum.
Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín hertogaynja af Cambridge, eru komin á vaxmyndasafn Maddame Tussaud í London. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun afhjúpaði safnið vaxmyndastyttur af tilvonandi konungshjónunum og þykir vel hafa tekist til. Stytturnar eru ansi líkar þeim Vilhjálmi og Katrínu en fyrirmynd styttnanna er þegar parið tilkynnti trúlofun sína árið 2010. Katrín er í bláum kjól og Vilhjálmur með fjólublátt bindi.

Hefð hefur skapast fyrir því að nýir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar fái vaxstyttu af sér á Madame Tussaud-safnið en aðeins ellefu mánuðum eftir brúðkaupið eru þau Vilhjálmur og Katrín komin á sinn stað á safninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.