Lífið

Spila á hátíð í Austin

Singapore Sling spilar í Bandaríkjunum í lok mánaðarins.
Singapore Sling spilar í Bandaríkjunum í lok mánaðarins. Vísir/SS
Rokkararnir í Singapore Sling spila á tónlistarhátíðinni Psych Fest í Austin í Texas í lok apríl. Þar verða einnig kunnar sveitir á borð við Meat Puppets og Brian Jonestown Massacre.

„Við verðum að spila í Los Angeles um miðjan mánuðinn, þannig að þeir buðu okkur þetta í framhaldinu," segir Henrik Björnsson, forsprakki Singapore Sling. Sveitin hefur áður spilað í Los Angeles en þetta verður í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í hinni þriggja daga Psych Fest-hátíð, sem hóf göngu sína árið 2008. Spilamennskan á hátíðinni leggst vel í Henrik og einnig hlakkar hann til að sjá hljómsveitina Thee Oh Sees stíga þar á svið.

Til að hita upp fyrir Bandaríkjaförina spilar Singapore Sling á Bar 11 föstudaginn 13. apríl ásamt íslensku hljómsveitinni Sparkle Poison. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.