Kreppuviðbrögð og græn hugsun 10. apríl 2012 09:30 Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og fjölskylda skemmta sér vel yfir því að uppskera eins og þau sá en þau eru að rækta um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum. Fréttablaðið/gva Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl. „Við pössum jurtirnar vel og vandlega og reynum að skilja þær ekki eftir afskiptalausar heilan dag," segir borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem hefur breytt stofunni í lítið gróðurhús. Gísli Marteinn segir heimaræktun fjölskyldunnar hafa verið sambland af kreppuviðbrögðum, grænni hugsun og að gera eitthvað skemmtilegt saman en fjölskyldan er samstillt í að halda kryddjurtunum á lífi. „Við ákváðum að taka þetta fastari tökum í ár en í fyrra. Þá byrjuðum við um vorið en höfðum ekki kunnáttuna til halda þessu við yfir í veturinn. Nú byrjum við aftur frá grunni reynslunni ríkari. Við reynum nú að rækta sjálf flestar þær kryddjurtir sem við þurfum í matreiðsluna," segir Gísli Marteinn og viðurkennir að heimaræktuninni fylgi ákveðinn byrjunarkostnaður sem er þó fljótur að borga sig upp. „Við reiknuðum út að ef við slepptum því að kaupa kryddjurtir eða krydd úti í búð í nokkra mánuði værum við búin að borga startkostnaðinn upp. Persónulega finnst mér þetta líka vera áberandi betra í matseldina." Fjölskyldan ræktar nú um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum, allt frá basilíku, kóríander og steinselju í paprikur og kirsuberjatómata. Gluggakistan í stofunni er full af litlum gróðurbökkum, sem svo þarf að fylgjast vel með því plönturnar lifa ekki af heilan dag án vökvunar. „Það þarf að nostra aðeins við þetta, en þegar heimilið er saman í þessu er alltaf einhver að tékka á því hvort ný laufblöð séu að fæðast og það er ótrúlegt hvað maður getur starað á þessar pínulitlu lífverur og reynt að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast." Gísli Marteinn mælir tvímælalaust með kryddjurtaræktun og segir græna fingur ekki vera neitt skilyrði svo að vel takist til. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduhobbí sem gerir íbúðina ilmandi og sparar pening í heimilisbókhaldið. Erum við ekki alltaf að reyna að uppskera einsog við sáum? Í þessu verður það ágæta orðtak algerlega bókstaflegt, sem er mjög skemmtilegt. Ég er svo sannarlega enginn blómakarl, þannig að það virðist ekki vera nauðsynlegt til að ná góðum árangri." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl. „Við pössum jurtirnar vel og vandlega og reynum að skilja þær ekki eftir afskiptalausar heilan dag," segir borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem hefur breytt stofunni í lítið gróðurhús. Gísli Marteinn segir heimaræktun fjölskyldunnar hafa verið sambland af kreppuviðbrögðum, grænni hugsun og að gera eitthvað skemmtilegt saman en fjölskyldan er samstillt í að halda kryddjurtunum á lífi. „Við ákváðum að taka þetta fastari tökum í ár en í fyrra. Þá byrjuðum við um vorið en höfðum ekki kunnáttuna til halda þessu við yfir í veturinn. Nú byrjum við aftur frá grunni reynslunni ríkari. Við reynum nú að rækta sjálf flestar þær kryddjurtir sem við þurfum í matreiðsluna," segir Gísli Marteinn og viðurkennir að heimaræktuninni fylgi ákveðinn byrjunarkostnaður sem er þó fljótur að borga sig upp. „Við reiknuðum út að ef við slepptum því að kaupa kryddjurtir eða krydd úti í búð í nokkra mánuði værum við búin að borga startkostnaðinn upp. Persónulega finnst mér þetta líka vera áberandi betra í matseldina." Fjölskyldan ræktar nú um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum, allt frá basilíku, kóríander og steinselju í paprikur og kirsuberjatómata. Gluggakistan í stofunni er full af litlum gróðurbökkum, sem svo þarf að fylgjast vel með því plönturnar lifa ekki af heilan dag án vökvunar. „Það þarf að nostra aðeins við þetta, en þegar heimilið er saman í þessu er alltaf einhver að tékka á því hvort ný laufblöð séu að fæðast og það er ótrúlegt hvað maður getur starað á þessar pínulitlu lífverur og reynt að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast." Gísli Marteinn mælir tvímælalaust með kryddjurtaræktun og segir græna fingur ekki vera neitt skilyrði svo að vel takist til. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduhobbí sem gerir íbúðina ilmandi og sparar pening í heimilisbókhaldið. Erum við ekki alltaf að reyna að uppskera einsog við sáum? Í þessu verður það ágæta orðtak algerlega bókstaflegt, sem er mjög skemmtilegt. Ég er svo sannarlega enginn blómakarl, þannig að það virðist ekki vera nauðsynlegt til að ná góðum árangri." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira