Sögð hafa óhlýðnast vegna nektarstaðar 11. apríl 2012 06:30 Goldfinger Bæjarfulltrúar segja vef skemmtistaðarins og viðtöl við eiganda hans ásamt lögregluskýrslum hafa gefið tilefni til nánari skoðunar á staðnum áður en starfsleyfið var endurnýjað.Fréttablaðið/Heiða Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira