Að ausa fley með fingurbjörg – veikleikar núverandi stefnu um afnám hafta Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2012 06:00 Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð. Mikil krónueign erlendra aðila hefur frá upphafi staðið afnámsferlinu fyrir þrifum. Í aðdraganda hruns sóttu erlendir aðilar í að kaupa krónur til að njóta þeirra ofurvaxta sem Seðlabankinn bauð í vanhugsaðri tilraun til að halda aftur af innlendri verðbólgu með því að halda gengi krónunnar uppi. Eftir fall Lehman-bankans í september 2008 vildu útlendingarnir allir skipta krónunum sínum til baka. Flóttinn var svo hraður að gengi krónunnar féll ekki aðeins heldur hrundi gjaldeyrismarkaðurinn og viðskiptin námu staðar, því enginn mótaðili var til staðar á hinni hliðinni til þess að kaupa krónur. Þannig hrundi krónan á undan bönkunum og hundruð milljarða af fé erlendra spákaupmanna frusu inni. Það fé er hér enn. Aflandskrónueignin var metin um 470 milljarðar íslenskra króna fyrir um ári síðan. Þjóðin hefur ekki þann gjaldeyri handbæran sem þarf til þess að leysa þessa fjármuni út. Og sú staðreynd var meginástæðan til þess að höftin voru sett. Stefna um afnám í öngstrætiTil að leysa úr aflandskrónuvandanum var í stefnumörkun stjórnvalda og Seðlabanka lögð höfuðáhersla á leið gjaldeyrisútboða, til að leiða saman þá sem mögulega gætu viljað koma með gjaldeyri inn og þá sem vildu losna út með krónueignir. Útboðin hafa á undanförnum mánuðum verið réttilega gagnrýnd fyrir að vera seinvirk leið til lausnar á vandanum. Þrátt fyrir margar tilraunir, hefur einungis náðst að minnka aflandskrónustöðuna um einhverja tugi milljarða í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Þrýst hefur verið á lífeyrissjóði um þátttöku í útboðunum, en þeir haft á því lítinn áhuga, enda erlendar eignir þeirra verðmætar og fáir fjárfestingarkostir í boði fyrir þá hér á landi. Þvert á móti er þörf á því fyrir lífeyrissjóðina að auka á fjárfestingar þeirra erlendis til að dreifa áhættu sjóðanna. Það er því alltaf skammgóður vermir að ætla lífeyrissjóðunum að flytja mikla peninga heim, því þeir munu sækja fljótt í að koma því fé aftur í ávöxtun utan landsteinanna. Það er þeirra hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna með eins góðum hætti og kostur er í raunverulegum handbærum verðmætum, en ekki kasta því fé í æfingar til að bjarga veikburða gjaldmiðli sem gætu hæglega rýrt greiðslugetu lífeyrissjóðanna þegar til lengri tíma er litið. Léleg þátttaka í síðasta gjaldeyrisútboði Seðlabankans sýnir þennan vanda í hnotskurn. Þátttakan í útboðinu var nær engin og tilboð lífeyrissjóðanna bera þess merki að þeir hafa ekki raunverulegan vilja til þátttöku í verkefninu á þessum forsendum, þótt þeir taki þátt að nafninu til. Vandinn hefur vaxiðEn eins og það væri ekki nóg, bætist við sú staðreynd að magn þeirra krónueigna sem leysa þarf út hefur farið vaxandi þar sem komið hefur í ljós að þrotabú gömlu bankanna eiga verulegar krónueignir sem hinir erlendu kröfuhafar þeirra vilja gjarnan leysa til sín. Þessar eignir gætu orðið á bilinu 500-700 milljarðar. Með nýlegum lagabreytingum voru þessar eignir felldar undir höftin. Í stað þess að við séum að fást við vanda sem nemur tæpum 30% af þjóðarframleiðslu getur vandinn því orðið í kringum 60% af þjóðarframleiðslu. Það má því halda því fram með nokkrum rétti að stefna Seðlabankans um afnám hafta sé komin í algerar ógöngur. Lítill árangur hefur verið af gjaldeyrisútboðunum og á sama tíma hefur heildarvandinn vegna krónueignar erlendra aðila meira en tvöfaldast. Sérfræðingar eru sammála um að Seðlabankastefnan muni ekki geta leitt til afnáms hafta innan ásættanlegs tíma. Þetta er bara eins og ausa lekan togara með fingurbjörg. Það er fræðilega mögulegt, en tekur afskaplega langan tíma og árangur er háður því að lekinn inn sé minni en austursgeta fingurbjargarinnar. Á meðan bíða allir…Að öðru óbreyttu stefnir í að þjóðin þrasi um óraunhæf ævintýri á borð við einhliða upptöku Kanadadollars enn um sinn og engin raunhæf lausn verði til. Við getum þá beðið og vonað að einhvern hvalreka beri á fjörurnar, s.s. að olía finnist á Drekasvæðinu, sæstrengur til Bretlands skili gríðarmiklum arði af orkuauðlindum landsins eða eitthvað annað verði til sem skili þeim gjaldeyri sem nauðsynlegur er til þess að kaupa út hina erlendu spákaupmenn. Sú bið gæti tekið ár og áratugi. Á meðan myndi íslenskt atvinnulíf bíða hrikalegt tjón, eins og ég rakti í fyrstu grein minni um þessi mál. Það liggur fyrir að einfaldasta leiðin til afnáms hafta er með aðild að ESB og undirbúningi upptöku evru. Vandinn við þá leið er annars vegar sá að ekki hefur náðst að byggja nægilega góða samstöðu um hana og að afnámsferli á þeim grunni getur heldur ekki hafist fyrir en eftir að aðild að ESB hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan getur fyrst farið fram eftir tvö ár. Að óbreyttu verður því ekkert gert sem máli skiptir í afnámi hafta, fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2014. Ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, höfum við engin svör. Það er algerlega óásættanlegt að halda fleyinu stefnulausu svo lengi. Þetta er slæmt fyrir okkur sem viljum aðild að ESB, en enn verra fyrir áhugamenn um framtíð Íslands utan ESB. Þeir geta ekki verið þekktir að því að hafa enga trúverðuga stefnu um gengis- og peningamál til næstu ára, sem gerir afnám hafta mögulegt. Er okkur sama þótt við töpum samkeppnishæfum fyrirtækjum, íslenskt atvinnulíf molni og við fáum enga erlenda fjárfestingu? Það er óhjákvæmilegt að hugsa stefnu um afnám hafta upp á nýtt. Um hugmyndir í þá veru fjalla ég í síðustu greininni í þessum flokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Tengdar fréttir Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist. 10. apríl 2012 06:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð. Mikil krónueign erlendra aðila hefur frá upphafi staðið afnámsferlinu fyrir þrifum. Í aðdraganda hruns sóttu erlendir aðilar í að kaupa krónur til að njóta þeirra ofurvaxta sem Seðlabankinn bauð í vanhugsaðri tilraun til að halda aftur af innlendri verðbólgu með því að halda gengi krónunnar uppi. Eftir fall Lehman-bankans í september 2008 vildu útlendingarnir allir skipta krónunum sínum til baka. Flóttinn var svo hraður að gengi krónunnar féll ekki aðeins heldur hrundi gjaldeyrismarkaðurinn og viðskiptin námu staðar, því enginn mótaðili var til staðar á hinni hliðinni til þess að kaupa krónur. Þannig hrundi krónan á undan bönkunum og hundruð milljarða af fé erlendra spákaupmanna frusu inni. Það fé er hér enn. Aflandskrónueignin var metin um 470 milljarðar íslenskra króna fyrir um ári síðan. Þjóðin hefur ekki þann gjaldeyri handbæran sem þarf til þess að leysa þessa fjármuni út. Og sú staðreynd var meginástæðan til þess að höftin voru sett. Stefna um afnám í öngstrætiTil að leysa úr aflandskrónuvandanum var í stefnumörkun stjórnvalda og Seðlabanka lögð höfuðáhersla á leið gjaldeyrisútboða, til að leiða saman þá sem mögulega gætu viljað koma með gjaldeyri inn og þá sem vildu losna út með krónueignir. Útboðin hafa á undanförnum mánuðum verið réttilega gagnrýnd fyrir að vera seinvirk leið til lausnar á vandanum. Þrátt fyrir margar tilraunir, hefur einungis náðst að minnka aflandskrónustöðuna um einhverja tugi milljarða í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Þrýst hefur verið á lífeyrissjóði um þátttöku í útboðunum, en þeir haft á því lítinn áhuga, enda erlendar eignir þeirra verðmætar og fáir fjárfestingarkostir í boði fyrir þá hér á landi. Þvert á móti er þörf á því fyrir lífeyrissjóðina að auka á fjárfestingar þeirra erlendis til að dreifa áhættu sjóðanna. Það er því alltaf skammgóður vermir að ætla lífeyrissjóðunum að flytja mikla peninga heim, því þeir munu sækja fljótt í að koma því fé aftur í ávöxtun utan landsteinanna. Það er þeirra hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna með eins góðum hætti og kostur er í raunverulegum handbærum verðmætum, en ekki kasta því fé í æfingar til að bjarga veikburða gjaldmiðli sem gætu hæglega rýrt greiðslugetu lífeyrissjóðanna þegar til lengri tíma er litið. Léleg þátttaka í síðasta gjaldeyrisútboði Seðlabankans sýnir þennan vanda í hnotskurn. Þátttakan í útboðinu var nær engin og tilboð lífeyrissjóðanna bera þess merki að þeir hafa ekki raunverulegan vilja til þátttöku í verkefninu á þessum forsendum, þótt þeir taki þátt að nafninu til. Vandinn hefur vaxiðEn eins og það væri ekki nóg, bætist við sú staðreynd að magn þeirra krónueigna sem leysa þarf út hefur farið vaxandi þar sem komið hefur í ljós að þrotabú gömlu bankanna eiga verulegar krónueignir sem hinir erlendu kröfuhafar þeirra vilja gjarnan leysa til sín. Þessar eignir gætu orðið á bilinu 500-700 milljarðar. Með nýlegum lagabreytingum voru þessar eignir felldar undir höftin. Í stað þess að við séum að fást við vanda sem nemur tæpum 30% af þjóðarframleiðslu getur vandinn því orðið í kringum 60% af þjóðarframleiðslu. Það má því halda því fram með nokkrum rétti að stefna Seðlabankans um afnám hafta sé komin í algerar ógöngur. Lítill árangur hefur verið af gjaldeyrisútboðunum og á sama tíma hefur heildarvandinn vegna krónueignar erlendra aðila meira en tvöfaldast. Sérfræðingar eru sammála um að Seðlabankastefnan muni ekki geta leitt til afnáms hafta innan ásættanlegs tíma. Þetta er bara eins og ausa lekan togara með fingurbjörg. Það er fræðilega mögulegt, en tekur afskaplega langan tíma og árangur er háður því að lekinn inn sé minni en austursgeta fingurbjargarinnar. Á meðan bíða allir…Að öðru óbreyttu stefnir í að þjóðin þrasi um óraunhæf ævintýri á borð við einhliða upptöku Kanadadollars enn um sinn og engin raunhæf lausn verði til. Við getum þá beðið og vonað að einhvern hvalreka beri á fjörurnar, s.s. að olía finnist á Drekasvæðinu, sæstrengur til Bretlands skili gríðarmiklum arði af orkuauðlindum landsins eða eitthvað annað verði til sem skili þeim gjaldeyri sem nauðsynlegur er til þess að kaupa út hina erlendu spákaupmenn. Sú bið gæti tekið ár og áratugi. Á meðan myndi íslenskt atvinnulíf bíða hrikalegt tjón, eins og ég rakti í fyrstu grein minni um þessi mál. Það liggur fyrir að einfaldasta leiðin til afnáms hafta er með aðild að ESB og undirbúningi upptöku evru. Vandinn við þá leið er annars vegar sá að ekki hefur náðst að byggja nægilega góða samstöðu um hana og að afnámsferli á þeim grunni getur heldur ekki hafist fyrir en eftir að aðild að ESB hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan getur fyrst farið fram eftir tvö ár. Að óbreyttu verður því ekkert gert sem máli skiptir í afnámi hafta, fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2014. Ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, höfum við engin svör. Það er algerlega óásættanlegt að halda fleyinu stefnulausu svo lengi. Þetta er slæmt fyrir okkur sem viljum aðild að ESB, en enn verra fyrir áhugamenn um framtíð Íslands utan ESB. Þeir geta ekki verið þekktir að því að hafa enga trúverðuga stefnu um gengis- og peningamál til næstu ára, sem gerir afnám hafta mögulegt. Er okkur sama þótt við töpum samkeppnishæfum fyrirtækjum, íslenskt atvinnulíf molni og við fáum enga erlenda fjárfestingu? Það er óhjákvæmilegt að hugsa stefnu um afnám hafta upp á nýtt. Um hugmyndir í þá veru fjalla ég í síðustu greininni í þessum flokki.
Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist. 10. apríl 2012 06:00
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar