Lífið

Styrkja götubörn

Táningsstjarnan Júlí Heiðar er meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum nemenda ABC skólans.
Táningsstjarnan Júlí Heiðar er meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum nemenda ABC skólans.
Júlí Heiðar og Guðrún Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum til styrktar götubörnum í Kenía í kvöld klukkan 19.30.

Það eru nemendur ABC-skólans sem standa fyrir tónleikunum og verða þeir haldnir í CTF Reykjavík, Kirkju kærleikans. Mörg heimilislaus börn búa á götunni í Kenía og rennur ágóði tónleikanna óskertur til stuðnings þeim.

Aðrir sem koma fram eru Siggi Kafteinn, Þollý, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Stefán H. Stefánsson og Davíð Ólafsson, Lindsay og Eric Dugas og U.N.G bandið. Miðaverð er 1.500 krónur. -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.