Lífið

Fær frið frá eltihrelli

Alec Baldwin hefur þurft að kljást við kanadísku leikkonuna Genevieve Sabourin síðan árið 2010. Hún hefur verið dæmd til að halda sig fjarri leikaranum.
Alec Baldwin hefur þurft að kljást við kanadísku leikkonuna Genevieve Sabourin síðan árið 2010. Hún hefur verið dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. Nordicphotos/getty
Leikarinn Alec Baldwin hefur loksins fengið frið frá eltihrellinum og kanadísku leikkonunni Genevieve Sabourin sem var á dögunum dæmd til að halda sig fjarri leikaranum. Baldwin og Sabourin fóru einu sinni á stefnumót árið 2010 en síðan þá hefur leikkonan aldeilis fengið Baldwin á heilann. Baldwin hefur meðal annars þurft að breyta um símanúmer eftir að hafa fengið þúsundir skilaboða frá Sabourin, sem einnig hefur ítrekað mætt óboðin í heimsókn til leikarans. Á dögunum varð lögreglan að fjarlægja hana frá tónleikunum í New York þar sem Baldwin var kynnir.

Sabourin segir að hún og Baldwin hafi verið í sambandi og neitar fyrir það að vera eltihrellir. Baldwin var hins vegar að trúlofast jógakennaranum Hilraia Thomas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.