Lífið

Frestar brúðkaupinu út af nýrri klippingu

Anne Hathaway hefur frestað fyrirhuguðu brúðkaupi sínu vegna þess að hún þurfti að klippa hár sitt stutt.
Anne Hathaway hefur frestað fyrirhuguðu brúðkaupi sínu vegna þess að hún þurfti að klippa hár sitt stutt. Nordicphotos/getty
Leikkonan Anne Hathaway hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu brúðkaupi sínu fram á næsta ár vegna þess að hún skartar stuttu hári þessa stundina. Hathaway þurfti að klippa hár sitt stutt í tengslum við hlutverk sitt sem vændiskona í kvikmyndaútgáfu á Vesalingunum eða Les Misérables.

Hún og unnusti hennar, Adam Schulman, ætluðu að ganga í það heilaga í sumar en Hathaway getur ekki hugsað sér að ganga niður kirkjugólfið með stutt hár. Hún ætlar því að safna hári á nýjan leik og klæðast brúðarkjólnum í lok þessa árs eða byrjun næsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.