Sigurinn kom mikið á óvart 17. apríl 2012 13:00 Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur, stóð uppi sem sigurvegari AK Extreme-mótsins sem fram fór á Akureyri um helgina. Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur, kom, sá og sigraði á AK Extreme-snjóbrettamótinu sem fram fór á Akureyri um helgina sem leið. Dagbjartur hefur stundað brettaíþróttina í fimm ár en segist lítið hafa sinnt íþróttinni í vetur sökum skóla og meiðsla. Stökkið sem tryggði Dagbjarti sigur á mótinu kallast double backflip og er tvöfalt heljarstökk aftur á bak og var þetta í fyrsta sinn sem hann reyndi stökkið. "Mig langaði bara að prófa trikkið. Það var svolítið erfitt því maður fer svo hratt í snúninginn og maður þurfti mikla ferð til að drífa yfir á lendinguna af þessum palli og ég var mjög tæpur á því stundum," segir Dagbjartur og bætir við að sigurinn hafi komið honum mikið á óvart. Keppendur fengu sex stökk í allt, þrjú stökk í tveimur lotum, og reyndi Dagbjartur bæði fyrrnefnt heljarstökk sem og rodeo 540 og heppnuðust bæði stökkin einu sinni. Aðspurður segist Dagbjartur aldrei hræddur um að slasa sig í stökkum enda sé lítið úr því að hafa. "Ef eitthvað gerist þá verður bara að hafa það. Ég brákaði rófubein í vetur og var þá einn og hálfan mánuð frá og það er náttúrulega frekar fúlt að geta ekkert rennt sér. Ég brákaði svo beinið aftur stuttu eftir að ég hélt ég væri orðinn góður."Dagbjartur sigraði með tvöföldu heljarstökki aftur á bak.Fyrirmyndir Dagbjarts eru þeir Halldór og Eiríkur Helgasynir sem hafa báðir náð einstökum árangri í brettaíþróttinni og hyggst Dagbjartur feta í fótspor þeirra og gerast atvinnumaður í framtíðinni. "Markmiðið er að verða ennþá betri og fara í atvinnumennskuna. Ég fer út til Svíþjóðar í brettaskóla í haust og geri ráð fyrir því að byrja að keppa meira í kjölfarið." -sm Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Dagbjartur sendi frá sér í fyrra þar sem hann leikur listir sínar. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur, kom, sá og sigraði á AK Extreme-snjóbrettamótinu sem fram fór á Akureyri um helgina sem leið. Dagbjartur hefur stundað brettaíþróttina í fimm ár en segist lítið hafa sinnt íþróttinni í vetur sökum skóla og meiðsla. Stökkið sem tryggði Dagbjarti sigur á mótinu kallast double backflip og er tvöfalt heljarstökk aftur á bak og var þetta í fyrsta sinn sem hann reyndi stökkið. "Mig langaði bara að prófa trikkið. Það var svolítið erfitt því maður fer svo hratt í snúninginn og maður þurfti mikla ferð til að drífa yfir á lendinguna af þessum palli og ég var mjög tæpur á því stundum," segir Dagbjartur og bætir við að sigurinn hafi komið honum mikið á óvart. Keppendur fengu sex stökk í allt, þrjú stökk í tveimur lotum, og reyndi Dagbjartur bæði fyrrnefnt heljarstökk sem og rodeo 540 og heppnuðust bæði stökkin einu sinni. Aðspurður segist Dagbjartur aldrei hræddur um að slasa sig í stökkum enda sé lítið úr því að hafa. "Ef eitthvað gerist þá verður bara að hafa það. Ég brákaði rófubein í vetur og var þá einn og hálfan mánuð frá og það er náttúrulega frekar fúlt að geta ekkert rennt sér. Ég brákaði svo beinið aftur stuttu eftir að ég hélt ég væri orðinn góður."Dagbjartur sigraði með tvöföldu heljarstökki aftur á bak.Fyrirmyndir Dagbjarts eru þeir Halldór og Eiríkur Helgasynir sem hafa báðir náð einstökum árangri í brettaíþróttinni og hyggst Dagbjartur feta í fótspor þeirra og gerast atvinnumaður í framtíðinni. "Markmiðið er að verða ennþá betri og fara í atvinnumennskuna. Ég fer út til Svíþjóðar í brettaskóla í haust og geri ráð fyrir því að byrja að keppa meira í kjölfarið." -sm Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Dagbjartur sendi frá sér í fyrra þar sem hann leikur listir sínar.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira