Lífið

Kolagrillin vinsæl aftur

Guðlaugur P. Frímannson, kokkur og einn af eigendum Grillmarkaðarins, segir matinn bragðast mun betur sé hann eldaður á kolagrilli.
Guðlaugur P. Frímannson, kokkur og einn af eigendum Grillmarkaðarins, segir matinn bragðast mun betur sé hann eldaður á kolagrilli.
Kolagrillin njóta aukinna vinsælda og hefur sala þeirra aukist nokkuð undanfarið ár. Verð og bragð spila stóran þátt í vinsældum kolagrillsins en matgæðingar eru sammála um að maturinn bragðist mun betur sé kolagrill notað.

„Eftirspurnin jókst aðeins í fyrra og þess vegna ákváðum við að auka við úrvalið hjá okkur. Sala á kolagrillum datt alveg niður á tímabili en nú eru þau augljóslega að verða vinsæl aftur," segir Bjarni Guðjónsson, verslunarstjóri Ellingsen, um aukna sölu á kolagrillum.

Gömlu, góðu kolagrillin eru að sækja í sig veðrið enda eru þau ódýrari en gasgrill og mörgum þykir þau einnig mun betri en gasgrillin. Einar Long, eigandi Grillbúðarinnar, tekur í sama streng og Bjarni og segir kolagrillin sérstaklega vinsæl meðal sælkera sem og Íslendinga sem hafa búið erlendis í lengri eða skemmri tíma. Hann kann þó enga skýringu á þessum skyndilegum vinsældum kolagrillsins.

„Ætli það sé ekki bæði vegna umfjöllunar í kokkaþáttum á borð við þann sem Völli Snær gerði og að fólk hafi kynnst þessum grillum úti. Kolagrillin eru dóminerandi í löndum á borð við Svíþjóð, Danmörku og Þýskaland og Íslendingar sem hafa búið úti vilja helst ekkert annað."

Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, finnur einnig fyrir aukinni eftirspurn eftir kolagrillum og segir þau hafa rokið út í fyrrasumar.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.