Lífið

Lærir sverðatækni fyrir Norsku Óperuna

Leikarinn Ívar Örn Sverrisson tekur þátt í uppfærslu Norsku Óperunnar á Aidu þar sem hann blandar sverðatækni inn í dansatriðin.
Leikarinn Ívar Örn Sverrisson tekur þátt í uppfærslu Norsku Óperunnar á Aidu þar sem hann blandar sverðatækni inn í dansatriðin.
„Það er gaman hvað norska listasamfélagið hefur tekið mér vel og ég er óendanlega þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég fæ," segir leikarinn Ívar Örn Sverrisson sem hefur fengið hlutverk í óperunni Aidu hjá Norsku Óperunni.

Ívar Örn hefur verið búsettur í Ósló ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár og og datt í lukkupottinn þegar hann var ráðinn til starfa hjá Norsku Óperunni fyrir uppsetningu á Aidu.

„Það er ekkert sjálfsagt að fá tækifæri hérna. Ég er dansari í Aidu og tek meðal annars þátt í stóru bardagaatriði með samúræjasverðum," segir Ívar, en uppsetningin er mjög stór og þegar mest lætur eru um 100 manns á sviðinu í einu.

„Við strákarnir sem leikum í bardagaatriðunum höfum fengið sérstaka þjálfun í sverðatækni sem nefnist Battodo Fudokan og er blandað inn í dansinn á skemmtilegan hátt."

Ívar Örn er á fullu við æfingar þessa dagana en óperan er frumsýnd á laugardaginn og uppselt langt fram í tímann. Ívari Erni líkar lífið vel í Noregi en honum hefur gengið vel að fóta sig í norska leikhúsheiminum. Þegar hann var nýkominn út fékk Ívar til dæmis hlutverk með leikhópnum Grusomhetens Teater. „Maður fer í þær prufur sem eru í boði og reynir svo að bíða bara rólegur eftir næsta verkefni."

Ívar hefur einnig verið að fylgjast með viðtökum á stuttmynd sem hann lék í fyrir nokkru síðan. Myndin var tekin upp í Skotlandi og nefnist Tumbult.

„Myndinni er leikstýrt af Johnny Barrington og var frumsýnd á Sundance hátíðinni í byrjun árs og ferðast nú um heiminn á hinar ýmsu hátíðir." -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.