Lífið

Gataðir og húðflúr- aðrir drekka meira

Rannsóknir frá háskóla í Frakklandi sýna að húðflúraðir einstaklingar drekka meira magn af áfengi en aðrir.
Rannsóknir frá háskóla í Frakklandi sýna að húðflúraðir einstaklingar drekka meira magn af áfengi en aðrir. Nordicphotos/getty
Þeir sem skarta húðflúrum drekka meira en aðrir samkvæmt rannsóknum Háskóla Suður-Bretaníu í Frakklandi. Rannsóknarmenn við háskólann komust að því að húðflúraðir einstaklingar eiga það til að drekka meira magn af áfengi þegar þeir bregða undir sig betri fætinum.

Yfir 3.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem fór þannig fram að fólk var beðið um að blása í áfengismæla á leið sinni út af skemmtistöðum og sýndu niðurstöður að húðflúraðir höfðu að jafnaði drukkið meira yfir kvöldið.

Hins vegar var lítill munur á fólki með engin húðflúr og þeim sem skörtuðu bara einu. Samkvæmt rannsókninni voru þeir með fleiri en sjö húðflúr og göt í eyrum, nefi eða annars staðar á líkamanum líklegastir til að drekka mesta magnið af áfengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.