Lífið

Leyniverkefni, leynikjallarar og leyndarmál

Þeir Schmidt og Jenkt voru ekki búnir undir það að upplifa unglingsárin upp á nýtt þegar þeir eru sendir inn í framhaldsskóla í dulargervi nemenda
Þeir Schmidt og Jenkt voru ekki búnir undir það að upplifa unglingsárin upp á nýtt þegar þeir eru sendir inn í framhaldsskóla í dulargervi nemenda
Auk stórmyndarinnar Mirror Mirror voru tvær myndir frumsýndar í kvikmyndahúsum landsins í gær.

Jonah Hill og Channing Tatum fara á kostum í myndinni 21 Jump Street. Þar leika þeir félagana Schmidt og Jenkt sem eru nýútskrifaðir lögreglumenn. Sökum unglegs útlits þeirra lenda þeir í því að verða valdir í sérstaka leynisveit og eru sendir sem nemendur inn í framhaldsskóla til að upplýsa um glæpastarfsemi þar. Hvorugur þeirra er þó undir það búinn að þurfa að takast á við erfiðleika unglingsáranna algjörlega upp á nýtt.

Hryllingsgrínmyndin The Cabin in the Woods var líka frumsýnd í gær. Hún fjallar um fimm unga vini sem ákveða að gista í kofa í óbyggðum og sletta þar ærlega úr klaufunum. Þegar ungmennin fara að forvitnast um það sem leynist í kjallara kofans lenda þau þó í hinum ýmsu hremmingum.

Söguþræði myndarinnar hefur að mestu verið haldið leyndum en því er lofað að hún muni koma á óvart og ekki falla inn í staðalímynd hrollvekja.

Á morgun verður frumsýnd nýjasta mynd Pawels Pawlikowski, Woman in the Fifth. Myndin fjallar um bandarískan rithöfund sem flytur til Parísar til að vera nálægt dóttur sinni. Líf hans breytist þó til muna þegar hann kynnist dularfullri ekkju.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.