Laugavegur - hvert skal stefnt? 20. apríl 2012 09:30 Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar