Laugavegur - hvert skal stefnt? 20. apríl 2012 09:30 Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun