Lífið

Lohan varð fyrir árás

Lindsay Lohan varð fyrir árás á skemmtistað í Los Angeles.
Lindsay Lohan varð fyrir árás á skemmtistað í Los Angeles. nordicphotos/getty
Lindsay Lohan meiddist lítillega þegar hún fékk glas í sig á skemmtistaðnum Smoke and Mirrors í Los Angeles.

Bifreið sem Lohan var farþegi í lenti í árekstri fyrir utan skemmtistaðinn og hringdi Lohan þá í föður sinn til að koma sér og vinum sínum til aðstoðar og beið hans inni á staðnum.

„Kona sem sat rétt hjá gerði grín að Lindsay og hún sagði henni að þegja. Konan henti þá glasinu sínu í átt að Lindsay," sagði sjónarvottur. Sem betur fer var Michael Lohan þá kominn á staðinn og teymdi dóttur sína burt og kom þannig í veg fyrir frekari átök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.