Lífið

Tekst á við drykkjuna

Elisabetta Canalis er hætt með Steve-O og farin að takast á við drykkjuvanda sinn.
Elisabetta Canalis er hætt með Steve-O og farin að takast á við drykkjuvanda sinn. nordicphotos/getty
Ítalska sjónvarpskonan Elisabetta Canalis er hætt með asnaprikinu Steve-O úr sjónvarpsþáttunum Jackass. Canalis var áður með leikaranum George Clooney í tvö ár.

Radaronline.com greindi frá því í janúar að Canalis og Steve-O væru að slá sér upp. „Steve-O hætti með Elisabettu vegna drykkju hennar. Hann tekur edrúmennsku sína mjög alvarlega og vill ekki eiga á hættu að falla. Honum þykir mjög vænt um Elisabettu og þess vegna hefur hann komið henni í samband við fólk sem getur aðstoðað hana með drykkjuna, á meðan hún vinnur í sínum málum ætlar hann að halda áfram að vinna í sjálfum sér,“ var haft eftir vini Steve-O.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.