Lífið

Vill verða strangari móðir

Madonna var ekki sátt er hún sá myndir af 15 ára dóttir sinni, Lourdes, reykja á almannafæri.
Madonna var ekki sátt er hún sá myndir af 15 ára dóttir sinni, Lourdes, reykja á almannafæri. Nordicphotos/getty
Poppdrottningin Madonna segir að sér hafi brugðið er hún sá myndir af 15 ára dóttur sinni reykja sígarettu með vinum sínum í New York. Aldurtaksmarkið fyrir sígarettur eru 18 ár í Bandaríkjunum og viðurkennir Madonna að hún verði að vera strangari í móðurhlutverkinu. „Ég varð ekki glöð þegar ég sá myndirnar. Ég er ekki jafn ströng og ég ætti að vera, svo ég þarf að verða harðari. Ég hef enga þolinmæði fyrir reykingum,“ segir Madonna í viðtali við Today Entertainment.

Madonna á fjögur börn og viðurkennir að það sé oft og tíðum erfitt að vera einstæð móðir. „Að vinna eins mikið og ég geri og vera einstæð móðir í þokkabót getur verið taugastrekkjandi. Hingað til hef ég haldið í geðheilsuna með því hafa húmorinn í lagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.