Lífið

Óþægilegt að horfa með mömmu

Zac Efron var ekki skemmt er hann horfði á myndina The Lucky One með móður sinni en hann leikur í nokkrum djörfum senum í myndinni.
Zac Efron var ekki skemmt er hann horfði á myndina The Lucky One með móður sinni en hann leikur í nokkrum djörfum senum í myndinni. nORDOCPHOTOS/GETTY
Leikarinn Zac Efron segir að það hafi verið óþægilegt að horfa á myndina The Lucky One með móður sinni. Í myndinni er þónokkrar djarfar senur með Efron og leikkonunni Taylor Schilling. „Mamma sat fyrir framan mig í bíóinu og ég sökk niður í sætið í hvert skipti sem ég fækkaði fötum í myndinni því ég skammaðist mín svo mikið," segir Efron í samtali við People eftir forsýningu myndarinnar.

Móðir hans, Starla, var hins vegar ánægð með frammistöðu sonar síns. „Hún hló bara að þessu og var stolt af mér þó að það hafi verið skrýtið fyrir hana að horfa á þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.