Erlent

Norður-Kórea hótar árásum

Herskáir Yfirstjórn hersins í Norður-Kóreu varaði Suður-Kóreu við frekari ögrunum. Fréttablaðið/AP
Herskáir Yfirstjórn hersins í Norður-Kóreu varaði Suður-Kóreu við frekari ögrunum. Fréttablaðið/AP
Yfirmenn hersins í Norður-Kóreu hótuðu í gær að eyða stjórnvöldum í Suður-Kóreu á örskotsstundu, ef ekki yrði lát á meintum ögrunum þaðan.

Í yfirlýsingu hersins segir að stjórnvöld í Seoul megi eiga von á leiftursnöggum refsiaðgerðum. Þrjár til fjórar mínútur myndu nægja til að leggja óvini Norður-Kóreu í rúst.

Mikill óstöðugleiki einkennir ástandið á Kóreuskaga, en þetta þykir þó beinskeyttasta hótunin hingað til. Margt þykir benda til þess að Norður-Kórea hyggi á fleiri tilraunir með kjarnavopn á næstunni og útlit fyrir spennuþrungna tíma fram undan. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×