Betri nýting á regnvatni Hrund Andradóttir skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun