Þankagangsgildrur Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Í lok síðasta árs kom út bókin Thinking Fast and Slow eftir sálfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Daniel Kahneman. Kahneman er frumkvöðull atferlisrannsókna á dómgreind og ákvarðanatöku en bókin er yfirlit yfir ævistarf Kahnemans sem er að nálgast áttrætt. Í bókinni lýsir hann heilanum sem vél með tvo gíra. Fyrri gírinn er hið eðlilega, sjálfvirka ástand heilans. Í fyrsta gír er heilinn fljótur að hugsa, hann byggir niðurstöður sínar á innsæi og tilfinningalegu ástandi og er líklegur til að styðjast við staðalímyndir, eigin reynslu og minni. Í fyrsta gír getur heilinn, án áreynslu, komist að hafsjó niðurstaðna á augabragði. Í hvert sinn sem ókunnugur maður nálgast og þú lítur á andlit hans fer heilinn í fyrsta gír og metur á örskotsstundu í hvernig skapi maðurinn er, hvort þú þekkir hann, hvort þér steðjar hætta af honum og hvernig þú eigir að bregðast við. Annar gír er hægari yfirferðar en sá fyrsti og notkun hans krefst mun meiri áreynslu. Hann er hins vegar rökvís og fær um að leysa krefjandi vandamál, svo sem stærðfræðiútreikninga. Það er annar gír sem sjálfsmynd flestra hverfist um en brýning Kahnemans er að fyrsti gír ræður yfirleitt ferðinni og hefur talsvert meiri áhrif á þankagang og ákvarðanatöku en flestir myndu vilja kannast við. Þá fellur fyrsti gír reglulega í gildrur. Oft kemur annar gír til bjargar en þar sem notkun gírsins krefst áreynslu er tilhneiging heilans sú að vera latur og leyfa fyrsta gír að ráða. Þannig hafa rannsóknir Kahnemans leitt í ljós fjölda gildra sem svo til allir eru líklegir til að falla í. Fólk hefur of mikla trú á eigin dómgreind, fólk skilur ekki slembni og tölfræði af innsæi, það hvernig upplýsingum er stillt upp hefur markverð áhrif á það hvernig þeim er tekið og fólk neitar að horfast í augu við sokkinn kostnað, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan er sú að ótrúlegustu hlutir hafa áhrif á ákvarðanir okkar sem verða því oft æði misráðnar. Getum við komist hjá því? Sennilega ekki, en við getum lært að þekkja aðstæður þar sem mikil hætta er á mistökum og þá farið sérstaklega varlega. Og þá er þó til einhvers unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Magnús Þorlákur Lúðvíksson Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Í lok síðasta árs kom út bókin Thinking Fast and Slow eftir sálfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Daniel Kahneman. Kahneman er frumkvöðull atferlisrannsókna á dómgreind og ákvarðanatöku en bókin er yfirlit yfir ævistarf Kahnemans sem er að nálgast áttrætt. Í bókinni lýsir hann heilanum sem vél með tvo gíra. Fyrri gírinn er hið eðlilega, sjálfvirka ástand heilans. Í fyrsta gír er heilinn fljótur að hugsa, hann byggir niðurstöður sínar á innsæi og tilfinningalegu ástandi og er líklegur til að styðjast við staðalímyndir, eigin reynslu og minni. Í fyrsta gír getur heilinn, án áreynslu, komist að hafsjó niðurstaðna á augabragði. Í hvert sinn sem ókunnugur maður nálgast og þú lítur á andlit hans fer heilinn í fyrsta gír og metur á örskotsstundu í hvernig skapi maðurinn er, hvort þú þekkir hann, hvort þér steðjar hætta af honum og hvernig þú eigir að bregðast við. Annar gír er hægari yfirferðar en sá fyrsti og notkun hans krefst mun meiri áreynslu. Hann er hins vegar rökvís og fær um að leysa krefjandi vandamál, svo sem stærðfræðiútreikninga. Það er annar gír sem sjálfsmynd flestra hverfist um en brýning Kahnemans er að fyrsti gír ræður yfirleitt ferðinni og hefur talsvert meiri áhrif á þankagang og ákvarðanatöku en flestir myndu vilja kannast við. Þá fellur fyrsti gír reglulega í gildrur. Oft kemur annar gír til bjargar en þar sem notkun gírsins krefst áreynslu er tilhneiging heilans sú að vera latur og leyfa fyrsta gír að ráða. Þannig hafa rannsóknir Kahnemans leitt í ljós fjölda gildra sem svo til allir eru líklegir til að falla í. Fólk hefur of mikla trú á eigin dómgreind, fólk skilur ekki slembni og tölfræði af innsæi, það hvernig upplýsingum er stillt upp hefur markverð áhrif á það hvernig þeim er tekið og fólk neitar að horfast í augu við sokkinn kostnað, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan er sú að ótrúlegustu hlutir hafa áhrif á ákvarðanir okkar sem verða því oft æði misráðnar. Getum við komist hjá því? Sennilega ekki, en við getum lært að þekkja aðstæður þar sem mikil hætta er á mistökum og þá farið sérstaklega varlega. Og þá er þó til einhvers unnið.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun