Í kjölfar dóms Landsdóms Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta. Ráðherranefnd um efnahagsmálÞegar árið 2009 voru settar á fót ráðherranefndir m.a. um efnahagsmál. Þessar nefndir starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem heldur fundi a.m.k. vikulega, eru lögð fram skrifleg gögn um ástand á fjármálamörkuðum o.fl. sem varðar efnahagslífið auk stærstu mála nefndar um fjármálastöðugleika og áhættuþættir í efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá eru reglulega kallaðir til funda við nefndina forsvarsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri aðila sem gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sitja alla fundina og fá til sín aðra ráðherra ef tilefni er til. Nefndin er því verkstjórnar- og samhæfingarvettvangur og þar eru mál sem varða efnahagsmál í víðum skilningi rædd og þeim komið í farveg. Stærstu málin sem rædd eru í nefndinni eru jafnframt tekin upp í ríkisstjórn og allir ráðherrar fá fundargerðir allra ráðherranefndafunda sendar og geta tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem þar hafa verið rædd. Ný lög um Stjórnarráð ÍslandsÍ nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands er nú skýrt kveðið á um að mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem lagði til breytingar á starfsháttum og skilaði skýrslunni Samhent stjórnsýsla þar sem er finna ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin starfaði skiluðu rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslum sínum auk þess sem starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð Stjórnsýslunnar við skýrslu RNA skilaði sinni skýrslu. Á grunni þessara skýrslna var unnið frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið að lögum þar sem sérstaklega er fjallað um ríkisstjórn og samhæfingu starfa milli ráðherra. Skýrt er hvað átt er við með mikilvægum stjórnarmálefnum sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta og hlutverk forsætisráðherra í því efni. Starfsreglur ríkisstjórnar og ráðherranefnda hafa í kjölfarið verið endurskoðaðar auk reglna um skráningu formlegra samskipta við aðila innan og utan Stjórnarráðs Íslands. Formfesta í vinnubrögðumForsætisráðuneytið mun að sjálfsögðu fara ítarlega yfir dóm Landsdóms ásamt öllum ráðuneytum innan Stjórnarráðs Íslands og skoða hvort tilefni sé til fleiri breytinga til þess að tryggja enn frekar formfestu og reglufestu í vinnubrögðum. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsemi forsætisráðuneytisins til þess að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki sínu en í dómi Landsdóms er m.a. fjallað um forystuhlutverk forsætisráðuneytisins sem leiða má af 17. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð fyrir formlegum ráðherranefndum né markvissri eftirfylgni með stjórnarsáttmálum ríkisstjórna utan ríkisstjórnarfunda. Þessu hefur verið breytt og ráðuneyti sameinuð og efld. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt áherslu á að efla stjórnsýsluna og styrkja í takt við þær ábendingar sem fram hafa komið, ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eins og ég hef bent á í þessari grein hefur ýmislegt þegar verið gert og áfram verður haldið á sömu braut. Efling og styrking stjórnsýslunnar er stöðugt viðfangsefni og við erum mjög langt komin í því að innleiða breytingar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta. Ráðherranefnd um efnahagsmálÞegar árið 2009 voru settar á fót ráðherranefndir m.a. um efnahagsmál. Þessar nefndir starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem heldur fundi a.m.k. vikulega, eru lögð fram skrifleg gögn um ástand á fjármálamörkuðum o.fl. sem varðar efnahagslífið auk stærstu mála nefndar um fjármálastöðugleika og áhættuþættir í efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá eru reglulega kallaðir til funda við nefndina forsvarsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri aðila sem gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sitja alla fundina og fá til sín aðra ráðherra ef tilefni er til. Nefndin er því verkstjórnar- og samhæfingarvettvangur og þar eru mál sem varða efnahagsmál í víðum skilningi rædd og þeim komið í farveg. Stærstu málin sem rædd eru í nefndinni eru jafnframt tekin upp í ríkisstjórn og allir ráðherrar fá fundargerðir allra ráðherranefndafunda sendar og geta tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem þar hafa verið rædd. Ný lög um Stjórnarráð ÍslandsÍ nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands er nú skýrt kveðið á um að mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem lagði til breytingar á starfsháttum og skilaði skýrslunni Samhent stjórnsýsla þar sem er finna ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin starfaði skiluðu rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslum sínum auk þess sem starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð Stjórnsýslunnar við skýrslu RNA skilaði sinni skýrslu. Á grunni þessara skýrslna var unnið frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið að lögum þar sem sérstaklega er fjallað um ríkisstjórn og samhæfingu starfa milli ráðherra. Skýrt er hvað átt er við með mikilvægum stjórnarmálefnum sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta og hlutverk forsætisráðherra í því efni. Starfsreglur ríkisstjórnar og ráðherranefnda hafa í kjölfarið verið endurskoðaðar auk reglna um skráningu formlegra samskipta við aðila innan og utan Stjórnarráðs Íslands. Formfesta í vinnubrögðumForsætisráðuneytið mun að sjálfsögðu fara ítarlega yfir dóm Landsdóms ásamt öllum ráðuneytum innan Stjórnarráðs Íslands og skoða hvort tilefni sé til fleiri breytinga til þess að tryggja enn frekar formfestu og reglufestu í vinnubrögðum. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsemi forsætisráðuneytisins til þess að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki sínu en í dómi Landsdóms er m.a. fjallað um forystuhlutverk forsætisráðuneytisins sem leiða má af 17. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð fyrir formlegum ráðherranefndum né markvissri eftirfylgni með stjórnarsáttmálum ríkisstjórna utan ríkisstjórnarfunda. Þessu hefur verið breytt og ráðuneyti sameinuð og efld. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt áherslu á að efla stjórnsýsluna og styrkja í takt við þær ábendingar sem fram hafa komið, ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eins og ég hef bent á í þessari grein hefur ýmislegt þegar verið gert og áfram verður haldið á sömu braut. Efling og styrking stjórnsýslunnar er stöðugt viðfangsefni og við erum mjög langt komin í því að innleiða breytingar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt í þeim efnum.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar