Þetta sem helst nú varast vann… Einar K. Guðfinnsson skrifar 25. apríl 2012 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann." Guðmundur Andri segir til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er." Þetta er vitaskuld fráleit fullyrðing og gjörsamlega út í hött, enda gerir hann enga tilraun til þess að styðja þessi orð sín dæmum eða rökum. Við sjálfstæðismenn höfum varað mjög við afleiðingum frumvarpa ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Það höfum við reynt að gera með rökum, eins og mikil efna standa til. Sjónarmið okkar eru ekki óumdeild, langt því frá. En það er ekki eins og við höfum staðið einir í þessum málflutningi. Þvert á móti. Sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum. Sjómenn, útgerðarmenn, trillukarlar, fiskverkendur, fræðimenn, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög og fleiri og fleiri hafa varað við. Því miður hafa viðbrögðin verið gamalkunnug. Það er reynt að vaða í manninn, en ekki boltann. Þeir sem vilja tileinka sér þannig umræðu vita vel að þá er það ágæt aðferð að kynda undir þekktum fordómum um útgerðarmenn; að þeir berji sífellt lóminn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé réttast að taka sem minnst mark á þeim. Þetta var grunnstefið í grein Guðmundar Andra. Svona aðferð er kunnugleg. Var okkur ekki sagt fyrir hrun að ekkert væri að marka viðvörunarorð sem heyrðust frá Danmörku, af því að þar væru menn svo öfundsjúkir yfir velgengni manna úr gömlu nýlendunni? Og fleiri álíka orð féllu þá í þessa veru, sem við ættum að læra af, en forðast að tileinka okkur þau vinnubrögð. Það er þess vegna stórháskalegt að drepa niður réttmætar viðvaranir með því að freista þess að ófrægja þá sem setja þær fram. Skipulag fiskveiða er nefnilega gríðarlega þýðingarmikið mál og varðar hag okkar allra. En til þess að þjóðin geti notið arðs af þeirri atvinnustarfsemi, þarf að gæta þess að fyrirtækin geti dafnað. Og er það einmitt mergurinn málsins? Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna hafa verið að með nýju sjávarútvegsfrumvörpunum sé þessum sjálfsögðu sannindum einmitt varpað fyrir borð. Og það eru ekki bara sjómennirnir, útgerðarmennirnir, fiskvinnslufólkið, fiskverkendurnir sem tapa á því háttalagi. Heldur líka við hin, hvort sem við fáumst við stjórnmál eða orðsins listir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið um upplifun sína af umræðum um fiskveiðistjórnarmálin upp á síðkastið. Höfundurinn varar við gífuryrðum og órökstuddum sleggjudómum. Það er gott og blessað. En hitt er auðvitað lakara að hann hittir sjálfan sig þar fyrir. Í greininni fellur Guðmundur nefnilega sjálfur ofan í forarpyttina með sleggjudómum og órökstuddum fullyrðingum. „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann." Guðmundur Andri segir til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er." Þetta er vitaskuld fráleit fullyrðing og gjörsamlega út í hött, enda gerir hann enga tilraun til þess að styðja þessi orð sín dæmum eða rökum. Við sjálfstæðismenn höfum varað mjög við afleiðingum frumvarpa ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Það höfum við reynt að gera með rökum, eins og mikil efna standa til. Sjónarmið okkar eru ekki óumdeild, langt því frá. En það er ekki eins og við höfum staðið einir í þessum málflutningi. Þvert á móti. Sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum. Sjómenn, útgerðarmenn, trillukarlar, fiskverkendur, fræðimenn, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög og fleiri og fleiri hafa varað við. Því miður hafa viðbrögðin verið gamalkunnug. Það er reynt að vaða í manninn, en ekki boltann. Þeir sem vilja tileinka sér þannig umræðu vita vel að þá er það ágæt aðferð að kynda undir þekktum fordómum um útgerðarmenn; að þeir berji sífellt lóminn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé réttast að taka sem minnst mark á þeim. Þetta var grunnstefið í grein Guðmundar Andra. Svona aðferð er kunnugleg. Var okkur ekki sagt fyrir hrun að ekkert væri að marka viðvörunarorð sem heyrðust frá Danmörku, af því að þar væru menn svo öfundsjúkir yfir velgengni manna úr gömlu nýlendunni? Og fleiri álíka orð féllu þá í þessa veru, sem við ættum að læra af, en forðast að tileinka okkur þau vinnubrögð. Það er þess vegna stórháskalegt að drepa niður réttmætar viðvaranir með því að freista þess að ófrægja þá sem setja þær fram. Skipulag fiskveiða er nefnilega gríðarlega þýðingarmikið mál og varðar hag okkar allra. En til þess að þjóðin geti notið arðs af þeirri atvinnustarfsemi, þarf að gæta þess að fyrirtækin geti dafnað. Og er það einmitt mergurinn málsins? Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna hafa verið að með nýju sjávarútvegsfrumvörpunum sé þessum sjálfsögðu sannindum einmitt varpað fyrir borð. Og það eru ekki bara sjómennirnir, útgerðarmennirnir, fiskvinnslufólkið, fiskverkendurnir sem tapa á því háttalagi. Heldur líka við hin, hvort sem við fáumst við stjórnmál eða orðsins listir.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar