Barist hart um olíu og landamæri 25. apríl 2012 02:00 Brunnin olíuvinnslustöð Súdanar skoða skemmdir í landamærabænum Hegling, þar sem helsta miðstöð olíuvinnslu landsins er.nordicphotos/AFP „Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan," sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína. Formleg stríðsyfirlýsing hafði ekki verið gefin út, en Kiir sagði sprengjuárásir súdanska hersins undanfarna daga jafnast á við slíka yfirlýsingu. Á mánudag gerðu Súdanar sprengjuárásir á markaðstorg og olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan. Sprengjuárásir héldu síðan áfram í fyrrinótt. Súdanar segja þessar loftárásir gerðar vegna þess að suður-súdanski herinn hafði farið yfir landamærin með skriðdreka og fjölmennt lið hermanna. Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta ári en eiga í deilum við nágranna sína í norðrinu um olíuauðlindir og landamæri. Eitt stærsta deilumálið snýst um afnot Suður-Súdana af olíuleiðslum í gegnum Súdan. Í síðasta mánuði slitnaði upp úr samningaviðræðum eftir að átök hófust á landamærunum. Suður-Súdanar réðust þá inn í landamærabæinn Hegling, sem þeir gera tilkall til. Suður-Súdanar hafa nú dregið allt herlið sitt burt frá Hegling, að eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýstings. Súdanski herinn segist hins vegar hafa hrakið suður-súdanska herinn frá Hegling. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að árásum á Suður-Súdan verði haldið áfram þangað til allt suður-súdanskt herlið er farið frá Súdan. Á föstudaginn var Bashir harðorður, kallaði Frelsisher Suður-Súdans „eitruð skorkvikindi" og sagði ekki koma til greina að semja. Hann muni aldrei leyfa Suður-Súdönum að flytja olíu í gegnum Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir gefi okkur helminginn af afrakstrinum". Kiir, forseti Suður-Súdans, sagðist hafa farið til Kína þrátt fyrir það hve ástandið er viðkvæmt vegna þess að hann vill styrkja tengslin við Kínverja. Kínverjar hafa hins vegar reynt að tryggja góð tengsl við bæði Súdan og Suður-Súdan og hvetja ráðamenn ríkjanna til að komast að samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
„Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan," sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína. Formleg stríðsyfirlýsing hafði ekki verið gefin út, en Kiir sagði sprengjuárásir súdanska hersins undanfarna daga jafnast á við slíka yfirlýsingu. Á mánudag gerðu Súdanar sprengjuárásir á markaðstorg og olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan. Sprengjuárásir héldu síðan áfram í fyrrinótt. Súdanar segja þessar loftárásir gerðar vegna þess að suður-súdanski herinn hafði farið yfir landamærin með skriðdreka og fjölmennt lið hermanna. Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta ári en eiga í deilum við nágranna sína í norðrinu um olíuauðlindir og landamæri. Eitt stærsta deilumálið snýst um afnot Suður-Súdana af olíuleiðslum í gegnum Súdan. Í síðasta mánuði slitnaði upp úr samningaviðræðum eftir að átök hófust á landamærunum. Suður-Súdanar réðust þá inn í landamærabæinn Hegling, sem þeir gera tilkall til. Suður-Súdanar hafa nú dregið allt herlið sitt burt frá Hegling, að eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýstings. Súdanski herinn segist hins vegar hafa hrakið suður-súdanska herinn frá Hegling. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að árásum á Suður-Súdan verði haldið áfram þangað til allt suður-súdanskt herlið er farið frá Súdan. Á föstudaginn var Bashir harðorður, kallaði Frelsisher Suður-Súdans „eitruð skorkvikindi" og sagði ekki koma til greina að semja. Hann muni aldrei leyfa Suður-Súdönum að flytja olíu í gegnum Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir gefi okkur helminginn af afrakstrinum". Kiir, forseti Suður-Súdans, sagðist hafa farið til Kína þrátt fyrir það hve ástandið er viðkvæmt vegna þess að hann vill styrkja tengslin við Kínverja. Kínverjar hafa hins vegar reynt að tryggja góð tengsl við bæði Súdan og Suður-Súdan og hvetja ráðamenn ríkjanna til að komast að samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira