Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng 25. apríl 2012 10:00 Letingjagræja Hönnuðir boltakastarans segja tækið hannað fyrir lata hundaeigendur til þess að hundar geti sjálfir skotið boltum til að sækja. Fréttablaðið/Vilhelm Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30