Erlent

Bráðabirgðastjórn í sumar

Mark Rutte Forsætisráðherra Hollands sagði af sér á mánudag, en heldur áfram að stjórna landinu.nordicphotos/AFP
Mark Rutte Forsætisráðherra Hollands sagði af sér á mánudag, en heldur áfram að stjórna landinu.nordicphotos/AFP nordicphotos/afp
Ákveðið hefur verið að þingkosningar verði haldnar í Hollandi 12. september. Þangað til verður bráðabirgðaríkisstjórn við völd undir forystu Marks Rutte forsætisráðherra, sem sagði af sér á mánudag.

Rutte sagði af sér eftir að stjórninni mistókst að ná samkomulagi um samdrátt í ríkisútgjöldum, sem átti að tryggja að fjárlagahallinn yrði innan leyfilegra marka Evrópusambandsins.

Samkvæmt nýju fjárlagabandalagi Evrópusambandsríkjanna ber stjórnvöldum hvers ríkis að skila inn bráðabirgðafjárlögum og áætlun um efnahagsumbætur nú fyrir lok mánaðarins. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×