Erlent

18 ára dómur látinn standa

Calisto Tanzi
Calisto Tanzi
Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat.

Tansi var árið 2010 dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir aðild að fjársvikum tengdum 14 milljarða evra (2.800 milljarða króna) gjaldþroti Parmalat árið 2003. Áfrýjunardómstóllinn stytti dóminn um tvo mánuði. Tansi var í aðskildu máli sem rekið var í Mílanó dæmdur í átta ára fangelsi fyrir markaðsbrask. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×