Nýr LSH fyrir alla Siv Friðleifsdóttir skrifar 26. apríl 2012 06:00 Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar