Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:03 Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun