Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar