Kappræða – rökræða Sigurður Líndal skrifar 26. apríl 2012 06:00 Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun