Kappræða – rökræða Sigurður Líndal skrifar 26. apríl 2012 06:00 Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun