Kappræða – rökræða Sigurður Líndal skrifar 26. apríl 2012 06:00 Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Viðbrögð Geirs H. Haarde við dómi Landsdóms hafa verið mótsagnakennd. Ýmist hrósar hann sigri eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir meirihluta dómsins. Reiðilestur hans er þó öllu fyrirferðarmeiri. Nú var hann sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, og telur sig af þeim sökum finna pólitískan þef af störfum dómsins. Síðan víkur hann nánar að því sem hann var sakfelldur fyrir: „Þetta smáatriði er formsatriði, það er svokallað formbrot. Og ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur og reyndar aðeins meira en það; hann er sprenghlægilegur." Og heldur hann áfram: „Að menn skuli teygja sig svo langt til þess með einhverjum hætti að draga þann hluta þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur." Og enn lætur hann þessi orð falla: „Ég lýsti því yfir þegar mál þetta var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms. Nú er orðið ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti. Það er ljóst að pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn." Þegar þessi viðbrögð eru metin er rétt að hafa í huga að orðræða fyrir dómi á að vera rökræða og niðurstaða dóms rökbundin. Í samræmi við þetta á umræða um dómsmál að vera rökræða, jafnt í fræðaskrifum sem fjölmiðlaumfjöllun ætlaðri almenningi. Kappræðan einkennir stjórnmálin, jafnt innan þings sem utan, og niðurstaða ræðst ekki síður af pólitísku mati en rökvísi. Í framangreindum orðum sínum hefur Geir kappræðuna að leiðarljósi. Hann brigslar meirihluta dómenda um að hafa látið undan pólitískum þrýstingi með því að sakfella fyrir „smávægilegt" formbrot þegar sýknað var af öðrum ákæruliðum og freista þess þannig að rétta hlut þeirra sem að ákærunni stóðu eftir að þeim hafði orðið lítið ágengt. En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa nokkru ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun