Tónlist

Extreme Chill Festival í þriðja sinn

Biosphere kom fram á raftónlistarhátíðinni í fyrra.
Biosphere kom fram á raftónlistarhátíðinni í fyrra.
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2012 verður haldin í þriðja sinn helgina 29. júní til 1. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls.

Hátíðin hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Hún fékk styrk frá tónlistarsjóði Kraums fyrr á árinu auk þess að vera tilnefnd til Menningarverðlauna DV.

Yfir þrjátíu flytjendur koma fram á hátíðinni í ár, bæði innlendir sem erlendir. Meðal þeirra eru Samaris, Krummi, Futuregrapher, Stereo Hypnosis, Jónas Sen og Mixmaster Morris. Miðasala á hátíðina hefst 1. maí á Midi.is og í verslunum Brims.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Extreme Chill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×