Það verður á nýrri plötu sveitarinnar sem kemur út í júní og er sú fyrsta í langan tíma. Tilefnið er tónleikaferð sveitarinnar um heiminn til þess að fagna fimmtíu ára afmæli sínu.
Stofnmeðlimirnir Brian Wilson, Mike Love og Al Jardine taka allir þátt í verkefninu. Að sögn Love mun nýja platan hljóma eins og þegar The Beach Boys var upp á sitt besta á sjöunda áratugnum.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Beach Boys-syrpu frá Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var á dögunum. Fyrst koma fram sveitirnar Maroon 5 og Foster The People og svo sjálfir Beach Boys.
212212211147