Innlent

Atvinnulausum konum fjölgar

Atvinnulausum hefur fækkað um 1.000 frá fyrsta ársfjórðungi 2011. Að meðaltali voru, á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,2 prósentum vinnuaflsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Konum án atvinnu hefur hins vegar fjölgað um 800 á þessu tímabili, en 1.800 færri karlar eru atvinnulausir nú. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 47.300, sem er aukning um 2,4 prósent frá fyrra ári eða um 1.100 manns.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×