Lífið

McCregor dæmir

Ewan McGregor verður í dómnefnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi.
Ewan McGregor verður í dómnefnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi. nordicphotos/Getty
Skoski leikarinn Ewan McGregor, Alexander Payne, leikstjóri The Descendants, og þýska leikkonan Diane Kruger eru hluti af níu manna dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem hefst 16. maí.

Opnunarmynd hátíðarinnar verður dramað Moonrise Kingdom í leikstjórn Wes Anderson. Með aðalhlutverkin fara Bill Murray, Bruce Willis og Tilda Swinton. Hún er ein 22 mynda sem keppa um Gullpálmann eftirsótta.

Kvikmynd Terrence Malick, The Tree of Life, hlaut Gullpálmann í fyrra. Þá ákváðu stjórnendur hátíðarinnar að setja danska leikstjórann Lars Von Trier í ævilangt bann eftir að hann talaði um Hitler á jákvæðan hátt á blaðamannafundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.