Lífið

Paltrow í söngleik

Í viðræðum um að leika í nýjum söngleik.
Í viðræðum um að leika í nýjum söngleik.
Gwyneth Paltrow er í viðræðum um að leika í nýrri söngleikjauppfærslu á kvikmyndinni Finding Neverland sem kom út 2004. Paltrow á að leika Sylviu Llewelyn David, fjögurra barna móður sem vingast við rithöfundinn J. M. Barrie. Þessi vinskapur veitti honum innblástur til að skrifa ævintýrið um Pétur Pan. Með aðalhlutverkin í myndinni fóru Kate Winslet og Johnny Depp.

Paltrow hefur sungið í gestahlutverki sjónvarpsþáttanna Glee og í kvikmyndinni Country Strong og hefur því einhverja reynslu á þessu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.