Lífið

Plötusnúðar keppa

Atli Barðason vann plötusnúðakeppnina fyrir tveimur árum.
Atli Barðason vann plötusnúðakeppnina fyrir tveimur árum.
„Þetta verður svakaleg stemning. Það eru mjög góðir keppendur og það verður hart barist,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos.

Hann er einn af skipuleggjendum keppninnar Plötusnúður Íslands 2012 sem verður haldin á Gauknum í kvöld. Keppt verður í flokki 18 ára og yngri snemma um kvöldið og svo 18 ára og eldri eftir miðnætti. Keppendurnir verða tólf.

Dómarar í eldri-keppninni eru nokkrir af reyndustu plötusnúðum landsins, þar á meðal Dj Margeir, Exos, Dj Frímann og Þórhallur Skúlason en hann vann eina slíka keppni árið 1990. Dj Óli Geir, Sindri Bm og fleiri dæma yngri-keppnina. Síðasta plötusnúðakeppni var haldin árið 2010 og hét hún Djkeppni.is. Atli Barðason og Magnús Gunnarsson báru þar sigur úr býtum.

Miðaverð á Plötusnúð Íslands er 1.000 krónur og er það Tónastöðin sem gefur glæsileg verðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.