Lífið

Stuttskífa frá Sin Fang

Sin Fang gefur út 12 tommu vínyl í lok maí.
Sin Fang gefur út 12 tommu vínyl í lok maí. fréttablaðið/stefán
Stuttskífan Half Dream með Sin Fang kemur út á 12 tommu vínyl á vegum þýsku útgáfunnar Morr Music í lok maí. Þar verða fimm lög sem segja má að séu hálfgerður eftirmáli síðustu plötu hans, Summer Echoes, og formáli að þeirri næstu sem mun heita Flowers og kemur út á næsta ári.

Fyrsta lagið á Half Dream, Only Eyes, hefur nú þegar verið kynnt til leiks. Sin Fang heldur svo í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu í lok maí, ásamt Sóleyju. Útgáfutónleikar verða á Íslandi í júní, strax eftir tónleikaferðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.