Lífið

Rykiel með Parkinson

Sonia Rykiel segist hafa þjáðst af Parkinson-sjúkdómnum í 10 ár í nýrri bók sinni en hér er hún með dóttur sinni Nathalie Rykiel. 
Nordicphotos/getty
Sonia Rykiel segist hafa þjáðst af Parkinson-sjúkdómnum í 10 ár í nýrri bók sinni en hér er hún með dóttur sinni Nathalie Rykiel. Nordicphotos/getty
Fatahönnuðurinn frægi Sonia Rykiel þjáðist af sjúkdómnum Parkinson. Þetta kemur fram í bók hönnuðarins, Oubliez Pas Que Je Joue eða Ekki gleyma að þetta er leikur, þar sem Rykiel talar í fyrsta sinn um sjúkdóminn sem hefur plagað hana í meira en tíu ár.

Rykiel er orðin 81 árs gömul og hefur dóttir hennar Nathalie tekið við keflinu hjá Rykiel tískuhúsinu. „Ég vil ekki sýna að ég þjáist, ég reyndi að berjast og reyndi að verða ósýnileg. Ég lét eins og ekkert væri en það var ómögulegt og alls ekki líkt mér.“

Sonia Rykiel er best þekkt fyrir eldrautt krullað hár sitt og litaglaðar prjónaflíkur. Hún gerði meðal annars vinsæla línu fyrir sænsku verslanakeðjuna Hennes&Mauritz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.