Lífið

Fjör á frumsýningu

Rúnar Gunnlaugsson og Helena Rúnarsdóttir brostu í myndavélina.
Rúnar Gunnlaugsson og Helena Rúnarsdóttir brostu í myndavélina. Myndir/Valli
Leikritið Svar við bréfi Helgu var frumsýnt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Leikritið er gert eftir samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem var ein vinsælasta bók ársins 2010.

Það er Kristín Eysteinsdóttir sem leikstýrir verkinu en Ólafur Egill Egilsson sá um leikgerðina. Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson fara með aðalhlutverkin. Það var ekki annað að sjá en að frumsýningargestir væru glaðir á leið sinni inn í salinn en þar mátti meðal annars sjá Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra, Geir H. Haarde fyrrum ráðherra og eiginkonu hans Ingu Jónu Þórðardóttur.

Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.