Lífið

Les hugsanir á töfrasýningu

Ingó Geirdal les hugsanir og notast við rakvélarblöð á töfrasýningu sinni.
Ingó Geirdal les hugsanir og notast við rakvélarblöð á töfrasýningu sinni.
„Þessi hugsanalestur hefur ekki tíðkast hjá töframönnum á Íslandi,“ segir töframaðurinn Ingó Geirdal. Hann býður upp á alls konar töfrabrögð á sýningu sinni, allt frá rakvélarblöðum upp í hugsanalestur. „Þetta er eitthvað sem ég hef verið að þróa síðustu árin,“ segir hann um hugsanalesturinn sem hann hefur stúderað síðustu fimm ár. „Þetta er í stíl við Derren Brown og David Blaine. Ég tek þetta upp á annað stig því þetta eru ekki bara sjónhverfingar.“

Allir miðar seldust upp á sýningu Ingós í Salnum í Kópavogi og því verður önnur haldin þar sunnudaginn 13. maí. „Ég kynni þetta sem töfrasýningu sem rokkar því tónlistin sem er spiluð undir er oftar en ekki eftir Dimmu [hljómsveit Ingós]. Ég er líka klæddur í leður þannig að þetta er svolítið sameining á töfrum og tónlistinni.“

Aðspurður segist hann hafa fengið góðar viðtökur við þessari nýju sýningu, sem er ætluð fyrir alla aldurshópa. „Síðan ég byrjaði að koma fram í sömu fötum og þegar ég er að spila tónlist hefur það fengið mjög góðar viðtökur. Þetta hefur gefið svolítinn kraft í sýninguna og ég sé að fólk skynjar að maður er að gera eitthvað frá hjartanu.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.