Lífið

Ljósmæður gegn útfararstjórum

Felix Bergsson og Dr. Gunni eru umsjónarmenn Popppunkts fréttablaðið/stefán
Felix Bergsson og Dr. Gunni eru umsjónarmenn Popppunkts fréttablaðið/stefán
Ný þáttaröð af spurningaleiknum Popppunkti sem ber yfirskriftina Barátta stéttanna verður sýnd í Sjónvarpinu í sumar.

„Við ætlum að safna saman skemmtilegum liðum með fólki úr hinum og þessum stéttum sem er sæmilega poppfrótt og er tilbúið að keppa. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að ljósmæður mæti útfararstjórum,“ segir Felix Bergsson, sem stjórnar þættinum ásamt Dr. Gunna sem situr þessa dagana sveittur við að semja spurningar. „Fólk hefur oft verið að tala um að það langi að vera með og þarna er verið að búa til tækifæri fyrir það,“ bætir hann við.

Popppunktur verður styttri í sumar vegna Evrópumótsins í fótbolta og Ólympíuleikanna en þættirnir verða átta talsins. Aðspurður segir Felix að um eins konar milliseríu sé að ræða. Hefðbundin hljómsveitaþáttaröð mun líklega taka við af henni, enda eiga þeir félagar langt í land með að klára íslenska hljómsveitakvótann. „Það koma alltaf nýjar hljómsveitir og við erum heldur ekki búnir að fá Diktu og Of Monsters and Men. Svo hefur Bubbi aldrei mætt. Við eigum líka mikið eftir af gömlu böndunum.“

Felix býst við að forminu verði eitthvað breytt í nýju þáttaröðinni. „Liður eins og „Hljómsveit spreytir sig“ verður öðruvísi. Við ætlum að leyfa mönnum að undirbúa sig betur og jafnvel velja sér sérsvið,“ segir hann hress og lofar miklu stuði í sumar. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.