Lífið

Rambo í fimmta sinn

Sylvester Stallone er að undirbúa fimmtu Rambo-myndina.
Sylvester Stallone er að undirbúa fimmtu Rambo-myndina.
Sylvester Stallone ætlar að setja rauða hárbandið á kollinn á sér á nýjan leik því hann er með fimmtu hasarmyndina um Rambo á teikniborðinu.

Fjögur ár eru liðin síðan Stallone lék síðast Rambo og hlaut sú mynd ágætar viðtökur. Hinn 65 ára Stallone segist vera að semja uppkast að nýju handriti og þar verði Rambo kvaddur fyrir fullt og allt. Þar áttar hann sig á því hver örlög hans eru. „Þau eru ekki að vera bóndi eða í felum heldur að kveðja sem hetja í fullum herklæðum,“ sagði Stallone við MTV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.