Lífið

Tæknin þótti allt of góð

Tæknin alltof góð Peter Jackson notast við nýjustu kvikmyndatækni við tökur á Hobbitanum. Brot úr myndinni var kynnt í síðustu viku og urðu margir fyrir vonbrigðum með tæknina sem þótti einfaldlega of góð.nordicphotos/getty
Tæknin alltof góð Peter Jackson notast við nýjustu kvikmyndatækni við tökur á Hobbitanum. Brot úr myndinni var kynnt í síðustu viku og urðu margir fyrir vonbrigðum með tæknina sem þótti einfaldlega of góð.nordicphotos/getty
Leikstjórinn Peter Jackson sýndi tíu mínútna langt brot úr kvikmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey á Cinemacon í Las Vegas í síðustu viku. Kvikmyndin er öll skotin með nýrri tækni er sýnir 48 ramma á sekúndu í stað hinna hefðbundnu 24 ramma á sekúndu og verður fyrsta myndin sem sýnd er á þessum hraða. Tæknin þykir þó of öflug fyrir kvikmyndahús og er afraksturinn slakur ef marka má gagnrýnandann Devin Faraci hjá Badass Digest.

Peter Jackson notast við nýja tækni við tökur á kvikmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey sem sýnir 48 ramma á sekúndu, sem eru tvöfalt fleiri rammar en kvikmyndagestir eiga að venjast. Tíu mínútna langt brot úr myndinni var sýnt á Cinemacon í Las Vegas í síðustu viku og þótti tæknin ekki henta venjulegum kvikmyndahúsum.

„Yfir myndinni er einhvers konar sápuóperublær sem fólk kannast við frá illa stilltum og ódýrum sjónvörpum. Myndbrotið var hræðilegt og ókvikmyndalegt. Sviðsmyndirnar litu út eins og sviðsmyndir og töfraljóma kvikmyndanna vantaði alveg,“ skrifaði Devin Faraci á vefsíðunni Badass Digest. Faraci var ekki sá eini er varð fyrir vonbrigðum því blaðamaður Variety tók í sama þráð. „Þetta var öðruvísi upplifun sem mun ekki falla í kramið hjá öllum. Því miður er útkoman svolítið sjónvarpsleg.“

Margir bíða eftir forsögu Lord of the Rings þríleiksins með mikilli eftirvæntingu enda slógu hinar kvikmyndirnar í gegn á sínum tíma. Óskandi er að eftirvinnsla Hobbitans bæti þó eitthvað úr skák, annars er víst að einhverjir verði fyrir miklum vonbrigðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.