Lífið

Skrifar bók um Whitney

Cissy Houston vill að allur sannleikurinn komi fram í bókinni.
Cissy Houston vill að allur sannleikurinn komi fram í bókinni.
Cissy Houston, móðir söngkonunnar sálugu Whitney Houston, ætlar að skrifa bók um dóttur sína. Hún vill að allur sannleikurinn um söngkonuna komi þar fram, bæði slæmu stundirnar og þær góðu.

Cissy hefur rætt við nokkra útgefendur í New York um bókina og gæti fengið háar upphæðir fyrir hana, allt eftir því hversu miklu hún er tilbúin að segja frá. Þar má nefna eiturlyfjanotkun dóttur hennar og hjónaband hennar og Bobby Brown. Söngkonan var fyrr á árinu grafin við hlið föður síns, Johns Russell Houston Jr., sem lést 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.