
Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands
Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands.
Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi.
Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006?
2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma?
3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna?
4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela?
5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri?
6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar?
7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr?
8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti?
9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli?
10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010?
11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið?
12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið?
13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda?
14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár?
15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum?
16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands?
17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu?
18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty
rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd?
Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna.
Skoðun

Halla hlustar
Benedikt Ragnarsson skrifar

Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands
Hrannar Baldursson skrifar

Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi
Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar

Flosa sem formann
Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar